Gæsla K3 - Staðbundin gæsla


Öryggisvörður mætir á staðinn samkvæmt sérstöku vaktakerfi og gætir öryggis húsnæðis, starfsmanna og viðskiptavina.
Öryggisverðir hafa almennt rýrnunareftirlit, þar sem við á, og innra eftirlit með útgöngu starfsfólks þar sem viðkvæm framleiðsla eða trúnaðargögn eru í vinnslu á vinnustað.

Fyllsta trúnaðar er gætt þar sem þessi starfsemi fer fram.

 

Öryggisverðir mæta á staðinn eftir fyrirfram ákveðnum tímasetningum unnu í samvinnu við viðskiptavin eða eftir ákveðnu vinnufyrirkomulagi sem Kaldi Security hefur komið sér upp.
Öryggisverðir gæta öryggis starfsmanna og viðskiptavina. Við setjum upp færanlega stjórnstöð sé slíkrar aðstöðu er óskað.

Stjórnstöðin er ýmist Bifreið merkt okkur í bak og fyrir, eða gámur, jafnvel að við getum útbúið aðstöðu í samvinnu við verkkaupa. Áberandi merkingar tryggja að engum dylst að eftirlit sé á svæðinu. Öryggisverðir fara um svæðið samkvæmt fyrirfram ákveðnu skipulagi og eru með fjarskipti sín á milli komi eitthvað uppá. Fjarskipti fara ýmist fram á TETRA, eða í gegnum VHF kerfi fyrirtækisins. Þó munu fleiri fjarskiptamöguleikar vera skoðaðir líka til að tryggja sem mest öryggi starfsmanna og gesta.

Einnig er hægt að fá menn til að sinna sérstakri gæslu við íbúðarhús þar sem staðsetning öryggisvarða er staðbundin vegna öryggisaðstæðna.

...

 

 

 

 


vefuppsetning: kaldi ----- myndir: ýmsir og kann ég þeim þakkir fyrir © .----- póstur á vefstjóra: security@kaldi.is.

Copyright © 2004 - 2012 kaldi.is Kaldi Security VSK númer 106065
The information on this page may not be reproduced, republished or mirrored on another webpage or website without
written permission from the editor.