Gæsla K5 –  Framkvæmdargæsla


Öryggisvörður mætir á vinnusvæði samkvæmt sérstöku vaktakerfi. Við setjum upp hlið ef það er ekki til staðar og verður starfsmannaaðstaða við inngang og eða útkeyrslu vinnusvæðis.

Það verður samkomulag milli KALDI SECURITY og verkkaupa hvor aðilinn komi til með að útvega starfsmannaaðstöðu fyrir hlið

Starfsmannaaðstaðan er stjórnstöð og í raun útibú frá okkur á vinnustað verktaka.

Öryggisverðir vakta vinnusvæðið og fylgjast með útgöngu starfsfólks og annara sem erindi eiga á vinnusvæðið.

Einnig munu öryggisverðir fara um vinnusvæði ef þess er óskað og sjá til þess að reglum verkkaupa um umgengni starfsmanna og annarra á svæðinu sé fylgt eftir.

Ef óskað er eftir næturgæslu er hægt að semja um ýmis viðvik sem öryggisverðir geta framkvæmt jafnvel fyrir verkkaupa til þæginda varðandi byrjun vinnudags.

Inn í þennan flokk fellur gæsla við hverskonar framkvæmdir. Má þar til dæmis nefna gæsla á vinnusvæðum þar sem fram fer mikil notkun stórra sem smárra vinnuvéla.

Eins er um að ræða vinnusvæði þar sem fram fara kvikmyndatökur.

 

 

 

 

 

 

 

 


vefuppsetning: kaldi ----- myndir: ýmsir og kann ég þeim þakkir fyrir © .----- póstur á vefstjóra: security@kaldi.is.

Copyright © 2004 - 2012 kaldi.is Kaldi Security VSK númer 106065
The information on this page may not be reproduced, republished or mirrored on another webpage or website without
written permission from the editor.