toppmynd

Þar sem starfsferill minn er svo víðtækur verð ég að stikla á stóru í þeim efnum.

STARFSFERILL 

Ólafur B Ólafsson CV.

Ég byrjaði að vinna hjá Guðmundi Runólfssyni sem bar nafnið Sæfang í þá daga. Fór ég einn túr á togara sem var gerður út frá Sæfang áður hafði ég komið að skreiðarvinslu sem þeir voru með nokkrum árum áður auk þess sem ég starfaði líka við fiskvinsluna á flökunarvélum, lyfturum og fleiri störf.


 

Seinna hóf ég störf hjá Hraðfrystihúsi Grundarfjaðar sem í dag er  Fiskiðjan Skagfirðingur.

Hjá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar (HG) starfaði ég í nokkur ár samfleitt fyrst í tækjasal og seinna í móttöku þar sem ég var á lyftara. Eitt af því sem ég sá um hjá HG. síðar Fisk var að taka kostinn fyrir togara fyrirtækisins og fólst það í því að ná í kostinn upp í verslun koma honum um borð og ganga frá þannig að kokkurinn þyrfti ekki að byrja á því þegar hann kæmi um borð.

Ég hætti störfum hjá Fisk í maí árið 1997.


 

Rétt eftir að ég hætti störfum hjá Fisk fór ég að vinna hjá Klæðningu ehf. Kópavogi sem var þá með vegalagningu yfir Gilsfjörð. Ég var hjá Klæðningu ehf bæði í Gilsfirði og við snjóflóðavarnir á Flateyri.

Ég hætti störfum hjá Klæðningu ehf í desember 1997 vegna flutnings af landi brott.


 

Í janúar 1998 hóf ég störf hjá byggingarfyrirtæki Í Noregi var ég þar með hamar og nagla ásamt smá gröfu og lyftaravinnu fram á mitt ár 1999 og hafði ég þá klárað að fara í gegnum tvö stór verkefni með fyrirtækinu það er að segja gamalt fangelsi og lögreglustöð í miðborg Osloar og var húsinu breytt í safn og tónlistarskóla fyrir (OKM) Oslo kultursenter og museum og Oslo musikskole. Hitt verkið var bygging skóla í úthverfi Osloar og er það verk lýsandi dæmi um fólksfjölgun því að þegar byrjað var að byggja skólann var hann rúmlega nógu stór en þegar lokið var við verkið tæpu ári síðar var hann orðinn of lítill.

Ég lét af störfum hjá Fuglesang & Olesen a.s. í Júlí 1999.


 

Þegar heim var komið var lítið að gera en ég fékk þó smá vinnu við vegagerð hjá Héraðsverk sem var að vinna við Búlandshöfða.


  Seinna sama ár fékk ég vinnu hjá Ragnari og Ásgeir sú vinna entist fram í enda Janúar 2000 þegar ég fékk vinnu í slorkeyrslu hjá Fiskimjölsverksmiðjunni og hætti ég að vinna þar vegna ofnæmisvaldandi efna sem þar voru notuð.


 

Mánaðarmótin Maí - Júní 2000 fékk ég vinnu hjá Suðurverk h.f.  þar sem þeir voru að fara að vinna við Vatnaleið var ég að vinna hjá fyrirtækinu fram í Apríl árið 2001 var ég meðal annars leigður ásamt tæki því sem ég vann á til Klæðningar ehf þar sem þeir voru að byggja veg hjá Fróðárheiði.


 

Þess má geta að ég hóf feril minn sem slökkviliðsmaður hjá slökkviliði Grundarfjarðar um páskana árið 2000 og var skráður slökkviliðsmaður hjá því slökkviliði þar til ég flutti til Reykjanesbæjar. Hjá slökkviliðinu hef ég sótt nokkur námskeið vegna starfsins og var nú síðast á fyrrihluta námskeiðsins slökkviliðsmaður 2. Sem haldið var á Grundarfirði í Febrúar 2007.


 

  Þegar ég hætti hjá Suðurverk hf fékk ég vinnu hjá Almennu Umhverfisþjónustunni hér á Grundarfirði og var ég þar þangað til verkefnaskortur fór að segja til sín hjá A.U.


 

  Fékk ég þá vinnu hjá Árna Helgasyni sem var að vinna fyrir Ísar ehf þar sem þeir höfðu verk að vinna við lengingu norðurgarðs (stórubryggju) á Grundarfirði var ég hjá þeim fram í enda Febrúar 2002 tók þá við tveggja mánaða  fæðingarorlof hjá mér.


 

  Fékk skyndiboð um hvort ég gæti tekið að mér vaktþjónustu fyrir Næturvörðinn á Grundarfirði um óákveðinn tíma vegna slyss sem vaktmaðurinn varð fyrir og varð þess valdandi að hann gat ekki sint sínu starfi sem skyldi.

Starfaði ég því allar nætur í rúmann mánuð sem vaktmaður hjá vaktþjónustunni á Grundarfirði.

Frá Júlí fram í Ágúst 2002.


Seinna sama ár hjá Almennu Umhverfisþjónustunni sem þurfti krafta mína, þar sem steypa þurfti plötuna á stórubryggju og var ég að vinna við að steypa það sem eftir var ársins eða því sem næst.


 

Árið 2003 byrjaði ég að vinna við lagningu vegar yfir Kolgrafarfjörð hjá Háfelli.

Ég hætti hjá Háfelli í byrjun Janúar 2004


 

Í Janúar 2004 byrjaði ég að vinna hjá fyrirtæki sem heitir Borgarvirki og sá það fyrirtæki um grjótnámu fyrir Háfell inní Hraunsfirði og var ég að vinna á hjólaskóflu þar.

 

 

 Svo má bæta því við að Almenna Umhverfisþjónustan vantaði að nota starfskrafta mína þegar steypa þurfti afganginn af brúnni sem er á nýja veginum yfir Kolgrafarfjörð eina helgi.

 Ég lét af störfum hjá Borgarvirki í lok Febrúar 2008.
Í Mars 2008 hóf störf hjá Ellert Skúlason hf Reykjanesbæ, starfaði þar á gröfu til 31. Des 2008.


Að auki má bæta við að ég er starfandi í björgunarsveitinni Suðurnes og til frekari útlistunnar á björgunarsveitastörfum get ég bætt við að ég hef verið starfandi í björgunarsveitum frá árinu 1991.
Hef ég samfara því undirgengist mörg útköll, námskeið og annað sem tilheyrir svoleiðis störfum.

 Þessar björgunarsveitir eru:

Björgunarsveitin Klakkur Grundarfirði og Björgunarsveitin Suðurnes Reykjanesbæ.

Er svo með þungavinnuvélaréttindi ásamt kensluréttindum á eitthvað af þeim tækjum.

Er líka með BE. CE. DE. ökuréttindi.

 


vefuppsetning: kaldi ----- myndir: ýmsir og kann ég þeim þakkir fyrir © .----- póstur á vefstjóra: kaldi@kaldi.is.

Copyright © 2004-kaldi.is
The information on this page may not be reproduced, republished or mirrored on another webpage or website without written permission from the editor.